logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttir eftir mánuðum

Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

30.04.2013

Opið hús_minniÞriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00 verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 grunnþátta sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Á síðasta opna húsi þessa vetrar kemur Ása Björk Snorradóttir myndlistarkennara til að fjalla um Sköpun og sköpunargleði í námi og starfi í leik- og grunnskóla.

Meira ...

GRÆNN dagur föstudaginn 26. apríl

24.04.2013

Grænn dagur

Föstudaginn 26. apríl er GRÆNN dagur í Krikaskóla. Þá mega börnin mæta í einhverju grænu eða með eitthvað grænt.

Meira ...

Menningarvika leikskólabarna 16-18 apríl

16.04.2013Menningarvika leikskólabarna 16-18 apríl
Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður dagana 16-18. apríl í Kjarna. Börnin í Krikaskóla hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis á torginu í Kjarnanum.
Meira ...

Föstudaginn 19.apríl opnar Krikaskóli kl.10

12.04.2013

Krikaskóli merkiFöstudagsmorguninn 19.apríl næstkomandi verður starfsmannafundur í Krikaskóla frá kl 8.00-10.00. Því verður skólinn lokaður til kl 10.00. Það sama gildir um frístundina. Hún er líka lokuð fram til kl 10.

Meira ...

Alþjóðlegurdagur barnabókarinnar

05.04.2013

SagaÍ tilefni Alþjóðlegadags barnabókarinnar hlustuðu Krikaskólabörn á aldrinum 6-10 ára á söguna Stóri bróðir eftir Friðrik Erlingsson. Börnin sem verða 9 ára á þessu ári teiknuðu og endurskráðu að vild. Þau ræddu efni sögunnar og veltu upp málefnum eins og flóttamannabúðum. Hér er krækjan á söguna: http://ruv.is/menning/ny-smasaga-fridriks-erlingssonar

Meira ...

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira