logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Opið hús: Máttur tengslanna

23/03/2015
Fimmta og jafnframt síðasta opna hús vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 25. mars klukkan 20 í Listasal Mosfellsbæjar.  

Að þessu sinni fjallar Valgerður Baldursdóttir geðlæknir, um mikilvægi öruggrar tengslamyndunar á fyrstu æviárunum og um góð tengsl milli foreldra og barna allan uppvöxtinn sem grunn að velferð þeirra almennt og þar með talið andlegu og líkamlegu heilbrigði.


Valgerður er barna- og unglingageðlæknir í grunninn og vann ma. á unglingadeild BUGL
og síðar yfirlæknir þar. Valgerður hefur að mestu unnið í geðlækningum fullorðinna
undanfarin ár og starfar í dag á Reykjalundi.
Málefni barna og fjölskyldna eru henni alltaf hugleikin og tengslamál í víðum skilningi hafa
verið hennar faglega leiðarljós alla tíð.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira