logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Vorhátíð í Krikaskóla föstudaginn 27. maí

18/05/2011

flugdrekaflugFöstudaginn 27. maí verður vorhátíð í Krikaskóla frá klukkan 14:00 til 17:00. Hátíðin hefst með samkomu á sal skólans þar sem barnahópar af Kríu, Lunda, Uglu og Spóa taka lagið. Klukkan 14:30 færist hátíðin út á skólalóðina. Þar ætla Álftar-og Arnarbörn að  flytja atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi og Hrafnsbörn og 3. bekkur flytja atriði úr ævintýrum eftir Astrid Lindgren. Klukkan 16:00 taka foreldrafélagið og Krikaskólabörn við hátíðinni og verður brekkusöngur til klukkan 17:00. Á neðri hæð hússins verða börn með sýningu á verkum sínum úr textíl, smíði og myndlist. Æfingar og undirbúningur hafa staðið yfir um nokkurt skeið og mikil tilhlökkun ríkir í barnahópnum fyrir þessum degi. Krikaskólabörn bjóða fjölskyldur sínar velkomnar til hátíðarinnar.

Til baka

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira