logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Opið hús hjá fræðslu- og frístundasviði

26.03.2018 14:22Opið hús hjá fræðslu- og frístundasviði
Betri svefn – grunnstoð heilsu Miðvikudaginn 4. apríl er komið að síðasta opna húsi vetrarins. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í Krikaskóla og hefst kl. 20:00 Á opnum húsum er lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um mikilvægi svefns fyrir andlega og líkamlega heilsu með sérstökum áherslum á svefn meðal barna og unglinga. Fyrirlesari er Dr. Erla Björnsdóttir. Erla er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í rannsóknum og meðferð svefnvanda og gaf núverið út bókina Svefn. Erla vinnur við rannsóknir á svefni við Háskóla Íslands og rekur Sálfræðiráðgjöfina þar sem hún aðstoðar fólk sem glímir við svefnvanda
Meira ...

Sókn í upplýsinga- og tæknimálum í skólum Mosfellsbæjar

01.02.2018 12:49Sókn í upplýsinga- og tæknimálum í skólum Mosfellsbæjar
Sókn í upplýsinga- og tæknimálum í skólum Mosfellsbæjar Haustið 2017 hófst vinna við að undirbúa sókn í upplýsinga- og tæknimálum í leik- og grunnskólum Mosfellsbæjar. Sú vinna byggir á niðurstöðum vinnu með kennurum vorið 2017 sem kölluð hefur verið Vegvísirinn. Vegvísirinn er eitt af leiðarljósum fræðslu- og frístundasviðs í þeirri umbreytingu á tækniumhverfi grunnskólanna sem nú stendur yfir. Í Vegvísinum koma skýrt fram óskir frá kennurum um endurskoðun fyrirkomulags á upplýsinga- og tæknimála skólanna.
Meira ...

Litli skiptibókamarkaðurinn í Bókasafni Mosfellsbæjar

09.01.2018 14:40Litli skiptibókamarkaðurinn í Bókasafni Mosfellsbæjar
Litli skiptibókamarkaðurinn fer fram í Bókasafni Mosfellsbæjar lau. 13. jan. kl. 14–16. Börnum á aldrinum 6 – 12 ára er boðið að koma með gömlu bækurnar sínar sem þau eru hætt að lesa og velja sér aðrar í staðinn.
Meira ...

Opnun um jól og áramót 2017-18

28.12.2017 08:58
Krikaskóli er opinn 28. og 29. desember - fyrir leikskólabörn og þau grunnskólabörn sem sótt var um fyrir í jólafrístund.
Meira ...

Opið hús - Systkinaerjur – hvað er til ráða?

28.11.2017 08:53Opið hús - Systkinaerjur – hvað er til ráða?
Miðvikudaginn 29. nóvember klukkan 20 er komið að næsta opna húsi vetrarins hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar sem að þessu sinni verður haldið í Krikaskóla. Á opnum húsum er lögð áhersla á hagnýt ráð varðandi uppeldi og samskipti við börn og unglinga. Ráð sem foreldrar, systkin, amma og afi, þjálfarar, kennarar og allir þeir sem koma að uppvexti barna og unglinga geta nýtt sér.
Meira ...

Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

17.10.2017 10:58Opið hús Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar
Fyrsta opna hús ársins hjá Fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar verður haldið miðvikudaginn 25. október klukkan 20:00. Að þessu sinni verður fyrirlesturinn haldinn í sal Lágafellsskóla...
Meira ...

Fræðsludagur leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar

21.09.2017 10:40
Mánudaginn 25. september er fræðsludagur leik- og grunnskóla Mosfellsbæjar. Þann dag koma börnin ekki í skólann né í frístund.
Meira ...

Haustkynning fyrir foreldra fimmtudaginn 31. ágúst

25.08.2017 14:52Haustkynning fyrir foreldra fimmtudaginn 31. ágúst
Fimmtudaginn 31.ágúst verður kynningarfundur fyrir foreldra barna í Krikaskóla. Fundurinn hefst í matsalnum kl 18:00. Þá verður stutt kynning á hugmyndafræði skólans og öðrum þáttum sem varða skólastarfið í heild. Eftir það bjóða deildastjórar og umsjónarkennarar foreldrum til kynningar á hverju hreiðri fyrir sig þar sem þeir kynna starf vetrarins. Dagskrá lýkur kl: 19:00
Meira ...

Gjaldfrjáls grunnskóli

15.08.2017 12:37Gjaldfrjáls grunnskóli
Bæjarráð hefur samþykkt að frá og með hausti 2017 verði öllum börnum í grunnskólum Mosfellsbæjar veittur hluti nauðsynlegra námsgagna þeim að kostnaðarlausu (s.s. ritföng, reikningsbækur, stílabækur, límstifti, skæri, plast/teygjumöppur og einfaldir vasareiknar). Mosfellsbær tók þátt í örútboði á vegum Ríkiskaupa og skilað það mjög hagstæðum verðum á námsgögnum. Námsögn verða afhent nemendum í upphafi skólaárs. Til að hlúa að umhverfinu okkar og fara vel með sameiginlega sjóði sveitarfélagsins þá biðjum við ykkur um að leggja okkur lið og athuga hvaða námsgögn eru til á heimilinu frá fyrri árum. Börnin eru beðin um að koma með í skólann þau gögn sem hægt er nýta áfram (s.s möppur, pappír, stílabækur/reiknisbækur, plastvasa og fleira). Það sem upp á vantar af námsgögnum mun skólinn bæta við. Ritföng sem þegar eru til er ágætt að eiga heimavið.
Meira ...

Heimsókn forsetahjónanna í Krikaskóla

09.08.2017 15:55Heimsókn forsetahjónanna í Krikaskóla
Við fengum góða heimsókn í dag í Krikaskóla. Forsetahjónin sem eru í heimsókn í Mosfellsbæ vegna 30 ára afmælis bæjarins komu aðeins til okkar. Hittu börn og fullorðna í skólanum okkar. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.
Meira ...

Síða 1 af 26

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira