logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar

30.04.2013 08:00

Opið hús_minniÞriðjudaginn 30. apríl kl. 20:00 verður opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar. Í nýjum aðalnámskrám leik- og grunnskóla er horft til 6 grunnþátta sem eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Á síðasta opna húsi þessa vetrar kemur Ása Björk Snorradóttir myndlistarkennara til að fjalla um Sköpun og sköpunargleði í námi og starfi í leik- og grunnskóla.

Meira ...

GRÆNN dagur föstudaginn 26. apríl

24.04.2013 10:15

Grænn dagur

Föstudaginn 26. apríl er GRÆNN dagur í Krikaskóla. Þá mega börnin mæta í einhverju grænu eða með eitthvað grænt.

Meira ...

Menningarvika leikskólabarna 16-18 apríl

16.04.2013 14:14Menningarvika leikskólabarna 16-18 apríl
Hin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar verður dagana 16-18. apríl í Kjarna. Börnin í Krikaskóla hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis á torginu í Kjarnanum.
Meira ...

Föstudaginn 19.apríl opnar Krikaskóli kl.10

12.04.2013 14:53

Krikaskóli merkiFöstudagsmorguninn 19.apríl næstkomandi verður starfsmannafundur í Krikaskóla frá kl 8.00-10.00. Því verður skólinn lokaður til kl 10.00. Það sama gildir um frístundina. Hún er líka lokuð fram til kl 10.

Meira ...

Alþjóðlegurdagur barnabókarinnar

05.04.2013 10:20

SagaÍ tilefni Alþjóðlegadags barnabókarinnar hlustuðu Krikaskólabörn á aldrinum 6-10 ára á söguna Stóri bróðir eftir Friðrik Erlingsson. Börnin sem verða 9 ára á þessu ári teiknuðu og endurskráðu að vild. Þau ræddu efni sögunnar og veltu upp málefnum eins og flóttamannabúðum. Hér er krækjan á söguna: http://ruv.is/menning/ny-smasaga-fridriks-erlingssonar

Meira ...

Opið hús hjá Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar - Jafnrétti og tækifæri fyrir alla

18.03.2013 15:00

Opið hús. Jafnrétti og tækifæri fyrir alla 1Opið hús hjá skólaskrifstofu Mosfellsbæjar - Jafnrétti og tækifæri fyrir alla. Á Opnu húsi Skólaskrifstofu Mosfellsbæjar ÞRIÐJUDAGINN 19. MARS kl: 20-21 verður sjónum beint að jafnrétti í sinni víðustu mynd. Eiga allir jöfn tækifæri? Er virk jafnréttisfræðsla í gangi á öllum skólastigum? Erum við föst í bleikum og bláum boxum? Hvaða áhrif hefur þetta á börnin okkar? Hvert er hlutverk okkar sem foreldra?

Meira ...

Sumarleyfi 2013

18.03.2013 12:23

Sumar 2012Á tímabilinu 8. júlí og til og með 5. ágúst er gert ráð fyrir að starfsemi leikskóla Mosfellsbæjar verði sameinuð í leikskólanum Hlaðhömrum. Þangað færast þá börnin með starfsmönnum Krikaskóla eins og fjöldi barnanna gefur tilefni til.

Mikilvægt er að vita í tíma hvenær barnið/börnin fara í sumarleyfi og því eru foreldrar beðnir að fylla út sumarleyfiseyðublað og afhenda deildarstjóra viðkomandi deildar eða hjá ritara fyrir 22. mars.

Meira ...

Fylgjast með veðurspá

06.03.2013 15:43

Biðjum alla foreldra að fylgjast með veðurspá morgundagsins fimmtudagsins 7. mars 2013.  Gert er ráð fyrir slæmu veðri en á vef Veðurstofu Íslands er eftirfarandi viðvörun nú kl. 14:00. Búist er við stormi eða roki (meðalvindhraða meiri en 23 m/s) S- og V-til á landinu í dag og syðst á landinu á morgun. Gildir til 07.03.2013

Foreldrar meta hvort þeir senda börn sín í skóla. Skólinn verður opinn skv. viðbúnaðarstigi 1 nema annað verði tilkynnt í fjölmiðlum.  Nokkur vandi skapaðist vegna erfiðleika starfsmanna við að komast til vinnu í Krikaskóla vegna færðar miðvikudaginn 6. mars 2013.  (Sjá lesa meira)

Meira ...

Tilkynning til foreldra frá framkvæmdastjóra almannavarna

06.03.2013 11:35

slökkviliðiðEftirfarandi  tilkynning hefur verið send til foreldra skólabarna og starfsmanna skóla á höfuðborgarsvæðinu:

Börnin ykkar eru örugg í skólunum.  Vinsamlegast reynið ekki að komast til þess að sækja þau fyrr en lögregla hefur gefið út tilkynningu þar að lútandi.

Allir björgunaraðilar á svæðinu eru á ferðinni og einkabílar í umferðinni eru til mikilla trafala við björgunarstörf.

 

Meira ...

Minnum á viðbragðsáætlun vegna röskun á skólastarfi

06.03.2013 08:19

Foreldrum er bent á að kynna sér viðbragðsáætlun vegna röskunar á skólastarfi sökum óveðurs, hana má finna með því að smella hér íslenska, pólska, enska, spænska og tælenska.

Forráðamenn skulu þó meta ef um óveður er að ræða hvort þeir senda börn sín til skóla eða ekki. Undantekningarlaust skal þó hringja á skrifstofu skólans og tilkynna ef forráðamenn ákveða að hafa börn sín heima.

 



Meira ...

Síða 21 af 34

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira