logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Baráttudagur gegn einelti

08.11.2012 14:15

Baráttudagur gegn eineltiÍ dag er í annað sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti þar sem þjóðin er hvött til að standa saman gegn einelti í samfélaginu. Nemendur Krikaskóla sýndu samstöðu og hringdu bjöllum í tilefni dagsins klukkan 13 í sjö mínútur.

Á vefsíðu átaksins eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, http://www.gegneinelti.is/.

 

 

 

Meira ...

Mánudagsmorguninn 12 nóvember opnar Krikaskóli kl 10.00

07.11.2012 11:12

krikask_01Mánudagsmorguninn 12 nóvember næstkomandi verður starfsmannfundur í Krikaskóla frá kl 8.00-10.00. Því verður skólinn lokaður til kl 10.00. Áður hefur skólinn lokað vegna starfsmannafundar  á föstudögum, nú er verið að koma til móts við þá sem hentar það síður. Það sama gildir um frístundina. Hún er líka lokuð fram til kl 10.

Meira ...

Bangsa og náttfatadagur

23.10.2012 20:36

Náttfata-söngstundÍ tilefni af Alþjóðlega bangsadeginum sem haldinn er 27. október ár hvert ætlum við að halda upp á hann næstkomandi fimmtudag, 25. október.
Þann dag eru börnin velkomin á náttfötunum og taka með sér einn bangsa í skólann.

 

Meira ...

Opin hús fyrir foreldra í Mosfellsbæ

15.10.2012 14:50

afmælislogoLíkt og undanfarin 9 ár verður Skólaskrifstofa Mosfellsbæjar með opin hús í vetur fyrir alla þá er koma að uppeldi barna. Hvert kvöld hefst á stuttri fræðslu um efni kvöldsins og lýkur á spurningum og samræðum. Opnu húsin eru haldin í Listasal Mosfellsbæjar í Kjarna, síðasta miðvikudagskvöld í mánuði kl. 20:00-21:00 nema annað sé auglýst sérstaklega.

Meira ...

Bleiki dagurinn 2012

09.10.2012 10:58

BleikaslaufanOktóber er mánuður Bleiku slaufunnar sem er árverknis-og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameinum hjá konum.  Af því tilefni ætlum við í Krikaskóla að klæðast einhverju eða jafnvel öllu bleiku föstudaginn 12. október. Með því sýnum við samstöðu í baráttunni. Sjá nánar um bleika daginn hér

Meira ...

Kynningarfundur fyrir foreldra

01.10.2012 08:36

krikask_01Fimmtudaginn 4.október kl.18 verður kynningarfundur fyrir foreldra barna í Krikaskóla. Fundurinn hefst í matsalnum kl 18.00. Þá verður stutt kynning á hugmyndafræði skólans og öðrum þáttum sem varða skólastarfið í heild. Eftir það bjóða deildastjórar og umsjónarkennarar foreldrum til kynningar á hverju hreiðri fyrir sig þar sem þeir kynna starf vetrarins. Til að sjá dagskránna þarf að ýta á lesa meira.

Meira ...

Frístundaakstur frá Krikaskóla

21.09.2012 13:43

krikask_01Frístundaakstur á milli Krikaskóla og Lágafellsskóla hefst næstkomandi mánudag, 24.september. Aksturinn er vegna samstarfs frístundar og Aftureldingar. Börn sem sækja íþróttaæfingar eftir skóla geta nýtt sér þessar ferðir. Bíllinn stoppar við íþróttahús Varmárskóla á leið sinni í Lágafellsskóla. Aksturstímana má sjá hér.

Meira ...

Evrópsk samgönguvika í Mosfellsbæ

18.09.2012 09:07

SamgönguvikaDagana 16. – 22. september mun Mosfellsbær taka þátt í Evrópsku Samgönguvikunni, European Mobility Week, en yfirskriftin í ár er „á réttri leið“. Tilgangur samgönguvikunnar er að vekja athygli á vistvænum samgöngum og hvetja almenning til að nýta sér almenningssamgöngur, hjólreiðar og aðra vistvæna fararkosti.

Meira ...

Leshringur átt og níu ára nemenda

12.09.2012 14:53

LeshringurÍ vetur er börnum í 3.- 4. árgangi boðið að taka þátt í leshring. Um er að ræða 50 mínútur í stað útivistar á föstudögum. Börnin skrá sig í hópinn og eru skuldbundin til að mæta en geta að sjálfsögðu skráð sig úr hópnum. Tíminn er vinsæll bæði meðal stúlkna og drengja og allir leggja sig fram við lesturinn. Í framhaldi stendur til að bjóða börnum í 1.- 2. árgangi sem treysta sér í nokkuð krefjandi lestur.

 

Leshringur2

Meira ...

Starfsmannafundur 14.september

11.09.2012 11:49

krikask_01Næsta föstudag þann 14.september verður starfsmannafundur kl.14 í Krikaskóla. Börnin þurfa að vera sótt fyrir þann tíma.

Meira ...

Síða 24 af 34

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira