logo
  • Virðing -
  • Jákvæðni -
  • Framsækni -
  • Umhyggja

Fréttasafn

Sumarþjónusta leikskóla Mosfellsbæjar

08.07.2011 10:42

Leikskólar Mosfellsbæjar sameinast um að reka sumarþjónustu sína í Krikaskóla frá 11. júlí til 5. ágúst 2011.  Tilgangur þess er fyrst og fremst til að auka fjölbreytni í viðfangsefnum barnanna, stækka hópinn og auka félagaval þeirra.  Að sjálfsögðu er einnig um hagræðingu að ræða þar sem hægt er að samnýta ýmsa þætti svo sem stjórnun og mötuneyti.

Meira ...

Gæsluleikvöllur Mosfellsbæjar við Njarðarholt

24.06.2011 15:04
  1. myndir_zip_myndir foreldrafundur 057Gæsluleikvöllur verður opinn í júlí eða frá 4. júlí til og með 29. júlí.fyrir börn á aldrinum 20 mánaða - 6 ára. Gæsluvöllurinn er staðsettur í Njarðarholti. Opnunartími vallarins er frá 9.00 - 12.00 og frá 13.00 - 16.00.
Meira ...

Foreldrakvöld í Krikaskóla

07.06.2011 09:57

Allar myndir_sk¢gur, çema ymisl 112Miðvikudaginn 8. júní bjóðum við foreldra barna sem fædd eru á árunum 2006 til 2009 að koma í Krikaskóla klukkan 20:00 og hitta deildarstjórana sem verða með þessa árganga næsta vetur.

Meira ...

Vorhátíð í Krikaskóla föstudaginn 27. maí

18.05.2011 15:29

flugdrekaflugFöstudaginn 27. maí verður vorhátíð í Krikaskóla frá klukkan 14:00 til 17:00. Hátíðin hefst með samkomu á sal skólans þar sem barnahópar af Kríu, Lunda, Uglu og Spóa taka lagið. Klukkan 14:30 færist hátíðin út á skólalóðina. Þar ætla Álftar-og Arnarbörn að  flytja atriði úr Dýrunum í Hálsaskógi og Hrafnsbörn og 3. bekkur flytja atriði úr ævintýrum eftir Astrid Lindgren.

Meira ...

Vorferð Uglubarna að Hraðastöðum

18.05.2011 12:15

sveitaferðBörnin á Uglu fóru með kennurum sínum í sveitaferð með rútu á mánudaginn. Þau fóru að Hraðastöðum í Mosfellsdal. Þar fengu börnin að sjá og snerta ýmis húsdýr svo sem kálfa, lömb, kanínur, kettlinga og hesta. Börnin skemmtu sér konunglega og mikil gleði skein úr hverju andliti.

Meira ...

Sumarkoma og páskagleði

19.04.2011 13:00

Krókus að voriSumardagurinn fyrsti ber upp á skírdag í ár, því er við hæfi að óska börnum og fjölskyldum þeirra í senn gleðilegs sumars og gleðilegra páska.

Meira ...

Krikaskólabörn á menningarviku leikskólabarna

13.04.2011 10:31

Tilbúin fyrir skemmtunKría, Lundi og Ugla fóru og sungu í Kjarna í tilefni menningarviku Mosfellsbæjar.  Ferðin gekk vel og stóðu börnin sig með prýði. Hvetjum við ykkur til að fara og skoða verk barnanna en sýningin stendur til 15. apríl.

 

Meira ...

Menningarvika leikskólabarna

12.04.2011 09:32

Menningarvika leikskólabarnaHin árlega menningarvika leikskóla Mosfellsbæjar fer fram dagana 11-15 apríl í Kjarna. Öll börn í leikskólum Mosfellsbæjar hafa verið að vinna listaverk sem verða til sýnis í kjarnanum. Sýningin gefur innsýn í það frábæra, fjölbreytta og metnaðarfulla starf sem unnið er í leikskólum bæjarins.

Meira ...

Fóru með strætó á Orminn langa

11.03.2011 15:53

gerðuberg heimasFimm, sex, sjö og átta ára börnin í skólanum fóru á sýningu í  Menningarmiðstöðinni  Gerðubergi  sem ber heitið „Ormurinn langi“.  Sýningin er um norræna goðafræði. 

Meira ...

Síða 29 af 34

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira